Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið er mætir Dönum

Leikurinn hefst kl. 16:00 í Viborg

20.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í vináttulandsleik kl. 16:00 í dag.  Leikið verður í Viborg og er þetta síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Harpa Þorsteinsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Þess má geta að Rakel Hönnudóttir leikur í dag sinn 50. landsleik.

Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ beint frá Viborg.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög