Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Tveggja marka tap í Viborg

Næsti leikur íslenska liðsins verður í Kalmar í úrslitakeppni EM

20.6.2013

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut í dag gegn sterku liði Dana í vináttulandsleik sem fram fór í Viborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani sem skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.

Eins og búast mátti við voru það heimastúlkur sem voru meira með boltann en íslenska liðið varðist og sætti færi á skyndisóknum.  Fyrra mark leiksins kom á 35. mínútu en íslensku stelpurnar áttu ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum sem skiluðu þó ekki marki.

Það tók danska liðið aðeins fjórar mínútur að bæta við marki í síðari hálfleiknum og ekki var mikið um marktækifæri eftir það en Danir áttu þó sláarskot á 58. mínútu leiksins.

Eins og áður hefur komið fram þá var þetta síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi, í Kalmar, þann 11. júlí.

Rakel Hönnudóttir lék í dag sinn 50. landsleik og óskar Knattspyrnusambandið henni til hamingju með áfangann.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög