Landslið
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - 23 leikmenn valdir fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Kalmar 11. júlí

24.6.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem skipa hópinn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð.  Mótið hefst 10. júlí en fyrsti leikur Íslands er degi síðar, 11. júlí, þegar liðið mætir Noregi í Kalmar.

Einn nýliði er í hópnum, Anna Björk Kristjánsdóttir úr Stjörnunni.

Leikir Íslands á EM:

·         11. júlí 2013 kl. 16:00 (14:00 ÍSLT)   Noregur – Ísland                  Kalmar

·         14. júlí 2013 kl. 18:30 (16:30 ÍSLT)   Ísland – Þýskaland                Växjö

·         17. júlí 2013 kl. 16:00 (14:00 ÍSLT)   Holland – Ísland                    Växjö

Íslenska liðið fer til Svíþjóðar 8. júlí og dvelur í Kalmar frá 8.-12. júlí. Liðið fer svo 12. júlí til Växjö og verður þar að minnsta kosti til 18. júlí.

Úrslitakeppni EM - Hópur

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög