Landslið
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Annar leikdagur á Opna NM U17 kvenna

Allir á völlinn - Ísland leikur í Reykjanesbæ kl. 16:00

2.7.2013

Annar leikdagur á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna er runninn upp og í dag, þriðjudag, er leikið á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ og á Fjölnisvelli í Grafarvogi.  Ísland leikur suður með sjó kl. 16:00 og mætir þar Hollandi í lykilleik fyrir bæði lið, sem eru án stiga eftir fyrstu umferð A-riðils.  Suðurnesjamenn (sem og aðrir sem geta mætt) eru auðvitað hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á þessum efnilegu stelpum.

Fyrri leikur dagsins á Nettó-vellinum er viðureign Þýskalands og Finnlands, en þessi lið eru bæði með 3 stig eftir fyrstu umferðina, þjóðverjar eftir 2-0 sigur á íslenska liðinu og Finnar eftir að hafa lagt Hollendinga á dramatískan hátt 2-1 í fyrstu umferð, en báðir þessi leikir fóru fram á Grindavíkurvelli og voru í beinni útsendingu á http://www.sporttv.is/. Þjóðverjar eru jafnan með eitt af sterkustu liðum heims í þessum aldursflokki (sem og öðrum) og verður áhugavert að sjá hvernig finnska liðinu tekst upp á móti því þýska.

Leikir dagsins í B-riðli verða á Fjölnisvelli verða í beinni vefsendingu á http://www.sporttv.is/.  Fyrst leika England og Noregur kl. 13:30 og svo og síðan mætast Danir og Svíar kl. 16:00.  Eftir leikina í fyrstu umferð eru Danir á toppi riðilsins, en leikirnir gáfu til kynna að liðin í þessum riðli séu afar jöfn að styrkleika og því verður mikil spenna á Fjölnisvellinum.  Mikið var skorað á fyrsta leikdegi B-riðils og vonandi heldur sú markaveisla áfram í dag.

Minnt er á sérstaka Facebook-síðu mótsins og eru áhugasamir hvattir til að "læka" síðuna!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög