Landslið
Ísland á NM U17 kvenna 2013

Nína Kolbrún í U17 hópinn í stað Petreu Bjartar

Petrea Björt meiddist í fyrsta leik og verður ekki meira með

2.7.2013

Petrea Björt Sævarsdóttir varð fyrir meiðslum í leik með U17 kvenna á mánudag, þegar liðið lék gegn Þýskalandi í Grindavík á Opna Norðurlandamótinu, og getur ekki leikið meira á mótinu.  Í samræmi við reglugerð mótsins hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, kallað Nínu Kolbrúnu Gylfadóttur, leikmann Vals, inn í hópinn í stað Petreu.

Nína Kolbrún kemur því inn í hópinn fyrir leik Íslands í dag, sem er gegn Hollandi á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ kl. 16:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög