Landslið
2013 women

Katrín Ásbjörnsdóttir ekki með á EM 2013 - Soffía Arnþrúður kemur inn

Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir kölluð í hópinn í hennar stað – Fyrirvari um samþykki UEFA

4.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM. Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA, er meidd og getur ekki verið með í Svíþjóð. Í hennar stað hefur Sigurður valið Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur úr Stjörnunni. 

Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir úrslitakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA.

 

Uppfært 5. júlí

Læknanefnd UEFA hefur staðfest breytinguna.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög