Landslið
Ísland og Þýskaland á NM U17 kvenna 2013

Opna NM U17 kvenna: Riðakeppninni lýkur í dag

Leikið verður á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði

4.7.2013

Lokaleikir riðlakeppni á opna UM U17 kvenna fara fram í dag og fara leikirnir fram á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði. 

A-riðill

Holland og Þýskaland mætast í Sandgerði og hefst leikurinn kl. 12:30.  Þjóðverjar eru í góðri stöðu í efsta sæti riðilsins og þurfa óvæntir hlutir að gerast svo að þær þýsku fari ekki í úrslitaleikinn.  Finnar geta náð þeim að stigum en markahlutfall Þjóðverja er mun hagstæðara en jafntefli gulltryggir þeim efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í úrslitaleiknum gegn Dönum.

Finnland og Ísland hefja svo leik kl. 16:30 í Sandgerði.  Þessar þjóðir berjast um annað sæti riðilsins, ásamt Hollendingum, þó svo að Finnar eigi fræðilega möguleika á efsta sætinu.  Finnar eru sem stendur í öðru sæti með þrjú stig en Holland og Ísland eru með eitt stig.  Með sigri þá skýst Ísland upp fyrir Finna og í annað sætið að því gefnu að Holland nái ekki sigri í gegn Þjóðverjum.  Það er því mikið undir hjá íslenska liðinu og stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum.  Báðir leikir dagsins í A riðli verða í beinni útsendingu á www.sporttv.is.

Staðan í A-riðli

B-riðill

Noregur og Danmörk mætast í fyrri leik B-riðils sem hefst kl. 13:30 á Fylkisvelli.  Þær dönsku hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í úrslitaleiknum.  Noregur er sem stendur í öðru sæti með tvö stig en þurfa sigur til að gulltryggja sér annað sætið.  Ef það mistekst hjá þeim þá geta Svíar eða Englendingar komist í annað sæti riðilsins.

Svíþjóð og England mætast kl. 16:30 á Fylkisvelli en báðar þessar þjóðir hafa eitt stig eftir tvo fyrstu leikina. 

Leikir um sæti fara svo fram á laugardaginn og fara þeir fram í Reykjavík.  Leikið verður á Valbjarnarvelli, Víkingsvelli, KR-velli og úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalvelli.

Staðan í B-riðli

Facebook síða mótsins


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög