Landslið
Kalmar

Úrslitakeppni EM - Keppnin byrjar á morgun

Fyrsti leikur Íslands á fimmtudaginn

9.7.2013

Úrslitakeppni EM kvenna hefst í Svíþjóð á morgun en það verða Ítalía og Finnland sem hefja leik en þessar þjóðir leika í A-riðli.  Formlegur opnunarleikur mótsins er svo síðar um kvöldið en þá taka gestgjafarnir í Svíþjóð á móti Dönum.

Íslenska liðið hefur leik á fimmtudaginn þegar leikið verður við Norðmenn í Kalmar.  Íslenski hópurinn fór til Kalmar í gærmorgun en eftir leikinn gegn Noregi heldur hópurinn til Växjö þar sem leikið verður gegn Þýskalandi og Hollandi.

Kalmar

Mynd: Íslenski hópurinn á undirbúningsfundi fyrir leikinn gegn Noregi

Upplýsingar um keppnina

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög