Landslið
Frá æfingu í Kalmar

Allir 23 leikmennirnir með á æfingu

Hlýtt og sólríkt í Kalmar

9.7.2013

A-landslið kvenna æfði í dag, þriðjudag, í fyrsta sinn eftir komuna til Svíþjóðar þar sem liðið tekur þátt í úrslitakeppni EM í annað sinn í röð.  Allir 23 leikmennirnir í hópnum voru með á æfingunni, mikil keyrsla og greinilegt að hópurinn er vel stemmdur.  Á miðvikudag verður æft á keppnisvellinum sjálfum.
Hlýtt og sólríkt er í Kalmar, þar sem fyrsti leikur Íslands fer fram á fimmtdag, gegn Norðmönnum.  Áhugi fjölmiðla fyrir mótinu er mikill og voru fjölmargir blaða- og sjónvarpsmenn á æfingunni, frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi, auk fréttaritara uefa.com. 
Frá æfingu í Kalmar

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög