Landslið
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Noregi í dag kl. 16:00

Fyrsti leikur Íslands í úrslitakeppni EM

11.7.2013

Stóra stundin rennur upp k. 16:00 í dag þegar Ísland mætir Noregi í úrslitakeppni EM kvenna en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Leikið er í Kalmar en en hinar þjóðirnar í riðlinum, Holland og Þýskaland mætast einnig í dag.

Leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst umfjöllun þar um leikinn kl. 15:30 en leikurinn sjálfur, eins og áður sagði kl. 16:00.

Fyrstu leikir mótsins fóru fram í gær. Svíar gerðu 1 - 1 jafntefli gegn Dönum þar sem tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá gestgjöfunum.  Þá gerðu Finnar og Ítalir markalaust jafntefli en þessar þjóðir leika í A - riðli.

Allt um EM


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög