Landslið
Växjö Arena

Úrslitakeppni EM - Stelpurnar komnar til Växjö

Leikið gegn Þýskalandi og Hollandi

12.7.2013

Íslenski hópurinn er nú kominn til Växjö frá Kalmar en þar verður leikið gegn Þjóðverjum og Hollendingum, sunnudaginn 14. júlí og miðvikudaginn 17. júlí.  Hópurinn þekkir ágætlega til á staðnum en þar var leikinn vináttulandsleikur gegn Svíum, 6. apríl síðastliðinn.

Växjö ([ˈvɛkːˈɧøː]) er í Smálöndum Svíþjóðar og þar búa um 62.000 manns.  Borgin þykir ein sú "grænasta" í Evrópu en mikið er lagt í endurnýjanlega orku.  Växjö er mikill íþróttabær og íþróttaaðstaða þar mjög góð.  Hið góðkunna knattspyrnufélag, Öster, er einmitt frá borginni og verður leikið á nýjum heimavelli þess félags.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög