Landslið
Opin æfing kvennalandsliðsins í Växjö

Stuðningsmenn á opinni æfingu í Växjö

Gestaþjálfari var Lars Lagerbäck

16.7.2013

Á mánudagsmorguninn var stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins boðið á opna æfingu á æfingasvæði liðsins í Växjö.  Fjölmargir nýttu tækifærið og mættu, spjölluðu við leikmenn og þjálfara, fengu eiginhandaráritanir og myndir af sér með íslensku stjörnunum, og fengu jafnframt að leika sér með bolta á æfingasvæðinu. 
Eftir um hálftíma skemmtun tók alvaran við að nýju – leikmenn sem spiluðu gegn Þjóðverjum fóru í endurheimtaræfingar í sundlaug hótelsins, á meðan aðrir leikmenn tóku stífa æfingu undir stjórn þjálfarateymisins og gestaþjálfarans Lars Lagerbäck og var viðstöddum velkomið að fylgjast með allri æfingunni. 
Myndir frá æfingunni má sjá á Facebook-síðu kvennalandsliðsins.
Opin æfing kvennalandsliðsins í Växjö

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög