Landslið
769799

Gestgjafarnir komnir áfram

Sigur gegn Hollandi fleytir Íslandi í 8-liða úrslitin

17.7.2013

Keppni í A-riðli í úrslitakeppni EM kvennalandsliða lauk á þriðjudagskvöld og er því ljóst að a.m.k. Svíþjóð og Ítalía, sem höfnuðu í efstu tveimur sætunum, eru komin í 8-liða úrslit.  Ekki er þó öll nótt úti Fyrir Dani, sem eiga enn möguleika, en þurfa þó að treysta á hagstæð úrslit í öðrum riðlum og jafnvel á drátt UEFA.
Svíar unnu riðilinn sannfærandi, þrátt fyrir að hafa hikstað í fyrsta leik og gert jafntefli við Dani.  Ítalir áttu ekki svör gegn leiftrandi sóknarleik sænska liðsins í lokaumferðinni og unnu Svíar öruggan sigur.  Danir og Finnar gerðu jafntefli, sem þýðir að bæði lið eru með tvö stig, en Danir eru fyrir ofan á markatölu. 
Úrslit leikja í B og C riðlum gætu farið á þann veg að fleiri lið í 3. sæti sinna riðla verði með tvö stig og þá mun UEFA draga um hvaða lið fer áfram í 8-liða úrslit.  Hér koma markatala eða innbyrðis viðureignir ekkert við sögu, eingöngu stigafjöldi.  Geri Holland og Ísland jafntefli verður Ísland í neðsta sæti riðilsins (og úr leik) og Holland í því þriðja, og þá er ljóst að fyrrnefndur dráttur fer fram á fimmtudagskvöld, að loknum leikjum í C-riðli, hvort sem liðið í 3. sæti þar verði líka með tvö stig eður ei.

Einföld staða fyrir Ísland

Staða Íslands er þó einföld – Sigur gegn Hollendingum fleytir íslenska liðinu í 8-liða úrslit.  Svo er bara spurningin hvort sá sigur þýði að liðið hafni í 2. eða 3. sæti riðilsins, út frá úrslitum í hinum leiknum í riðlinum, milli Þjóðverja og Norðmanna.  Þá fyrst er hægt að skoða hvað íslenska liðið myndi leika í 8-liða úrslitum og gegn hverjum.  En áður en við veltum okkur of mikið upp úr því skulum við vinna Holland (kl. 16:00 að íslenskum tíma í dag - beint á RÚV) …

769811


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög