Landslið
769536

Úrslitakeppni EM - Ísland mætir Hollandi í úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum

Með sigri kemst íslenska liðið í 8-liða úrslit keppninnar

17.7.2013

Íslenska kvennalandsliðið mætir því hollenska í dag í lokaumferðinni í riðlakeppni úrslitakeppni EM.  Mikilvægi leiksins er gríðarlegt, sigur kemur íslenska liðinu áfram í 8-liða úrslita en jafntefli eða tap þýðir að íslenska liðið er úr leik.  Leikið verður í Växjö.

Leikurinn hefst kl. 16:00 og er í beinni útsendingu hjá RÚV og á sama tíma leika Þýskaland og Noregur.  Ef að íslenska liðið hefur sigur gegn Hollandi þá geta úrslit í leiks Þýskalands og Noregs haft áhrif á það hvort okkar stelpur lendi í 2. eða 3. sæti riðilsins. En allt slíkt eru bara vangaveltur sem hægt er að taka upp náist í þrjú stig í dag.

Það er því mikið í húfi og íslenska liðið mun fá góðan stuðning frá íslenskum áhorfendum í Växjö.  Nú er bara að vera við skjáinn kl. 16:00 og senda stelpunum góða strauma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög