Landslið
769811

Úrslitakeppni EM - Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi

Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

17.7.2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollandi í dag í lokaumferð riðlakeppni úrslitakeppni EM kvenna.  Það má segja að þetta sé hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið komist áfram í 8-liða úrslit en með sigri tryggir íslenska liðið sér áframhaldandi keppnisrétt í Svíþjóð.

Þetta er sama byrjunarlið og hóf leikinn gegn Noregi í fyrsta leik liðsins.

Byrjunarliðið (4-4-2):

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Sif Atladóttir

Tengiliðir: Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög