Landslið
Katrín Jónsdóttir

Katrínar þætti Jónsdóttur lokið

Áfangaleikir hjá Sif og Guðbjörgu

21.7.2013

Katrín Jónsdóttir hefur átt ótrúlegan feril með A landslið kvenna.  Hún lauk honum með því að leiða liðið út á völlinn í Halmstad, í 8-liða úrslitum EM.  Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrsti leikur hennar af þeim 132 sem hún lék var árið 1994, eða áður en yngstu leikmennirnir í landsliðshópnum í dag voru fæddir.  Takk fyrir allt, Kata!
 

Landsliðsferill Katrínar:

http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=25924&pListi=4

Sif Atladóttir náði þeim áfanga í leiknum við Svía að leika sinn 50. landsleik og Guðbjörg Gunnarsdóttir lék sinn 25. leik gegn Þjóðverjum í riðlakeppninni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög