Landslið
EM kvenna 2013

Úrslitakeppni EM - Þýskaland og Noregur leika til úrslita

Báðar þjóðirnar léku með Íslandi í riðli

26.7.2013

Það er orðið ljóst að það verða Þýskaland og Noregur sem leika til úrslita á EM kvenna sem fram fer í Svíþjóð.  Báðar þessar þjóðir léku með Íslandi í riðli en Þjóðverjar lögðu gestgjafana í undanúrslitum og Norðmenn lögðu Dani eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Einungis þrjár þjóðir hafa unnið þennan titil, Svíar unnu fyrstu keppnina 1984 en síðan hafa bara Noregur og Þýskaland hampað þessum titili.  Þjóðverjar hafa verið í nokkrum sérflokki hvað þetta varðar, hafa unnið titilinn fimm sinnum í röð og sjö sinnum í síðustu átta keppnum.  Noregur vann árin 1987 og 1993.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög