Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland áfram í 15. sæti

Bandaríkin áfram í efsta sæti listans

2.8.2013

Á nýjum styrleikalista FIFA kvenna, sem gefinn var út í morgun, er Ísland í 15. sæti sem er sama sæti og á síðasta lista.  Bandaríkin tróna sem fyrr á toppnum og nýkrýndir Evrópumeistarar, Þýskaland, eru í öðru sæti.

Af mótherjum Íslands í undankeppni fyrir HM 2015 er það að frétta að Danir eru í 12. sæti, Sviss er í 25. sæti og Serbía í 43. sæti.  Ísrael er svo í 61. sæti og Malta í 88. sæti styrkleikalista FIFA.  Fyrsti leikur Íslands er á heimavelli gegn Sviss, september 26. september.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög