Landslið
Island---Noregur-fagnad

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Færeyja

Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14. ágúst á Laugardalsvelli

6.8.2013

Íslendingar taka á móti frændum okkar Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 14. ágúst, hefst kl. 19:45 og er miðasala á leikinn hafin. Þetta er lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni HM 2014 sem fram fara síðar í haust.

Íslendingar hafa jafnan haft betur gegn þessum frændum okkar en einu sinni hafa Færeyingar haft betur í 24 leikjum og einu sinni hafa leikar farið jafnir. Færeyingar hafa hinsvegar verið í mikilli sókn undanfarin ár á knattspyrnuvellinum og síðustu leikir á milli þessara þjóða hafa verið jafnir og spennandi

Það er því mikilvægt fyrir íslenska liðið að fá góðan stuðning í þessum leik sem er mikilvægur í undirbúningi fyrir spennandi leiki í undankeppni HM:

Miðaverði er stillt í hóf og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að kaupa sér miða tímanlega á þennan vináttulandsleik.  Miðasala á leikinn er hafin og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is eins og fyrr.

MIðasala

Hólf á Laugardalsvelli
 

Verð (í forsölu til og með 14. ágúst):
Rautt Svæði, 2.500 kr (2.000 í forsölu)
Blátt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)
Grænt Svæði, 1.500 kr (1.000 í forsölu)

ATH 50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði)

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög