Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á vináttulandsleik Íslands og Færeyja 14. ágúst

MIðar afhentir í næstu viku og í síðasta lagi þriðjudaginn 13. ágúst

6.8.2013

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 19:45.

Félög sem hafa áhuga á að nýta sér þessa frímiða eru vinsamlegast beðin um að koma þessum pósti til þjálfara og forráðamanna yngri flokka sem geta svo sent inn upplýsingar um hversu marga miða þeir vilja fá á leikinn.  Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum viðkomandi flokks sem að sjálfsögðu fá fría miða á leikinn líka.

Þau félög sem óska eftir miðum eru beðin um að senda eftirfarandi upplýsingar á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra (thorir@ksi.is):

-          Nafn félags og tengiliður

-          Fjöldi miða á hvern aldursflokk

-          Fjöldi forráðamanna sem koma með viðkomandi flokki á völlinn (hámark 5 með hverjum flokki)

Miðar verða svo afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli í næstu viku og í síðasta lagi þriðjudaginn 13. ágúst.  (Miðar verða ekki afhentir á leikdag.)

Félög eru hvött til þess að nýta sér þennan möguleika og fjölmenna með yngri flokka sína á völlinn á mikilvægan leik í undirbúningi A landsliðs karla fyrir lokaleiki í undankeppni HM 2014 sem fram fara í haust.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög