Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA

A landslið karla í 70. sæti listans

9.8.2013

A landslið karla fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í vikunni, og situr nú í 70. sæti.  Ísland hefur sveiflast nokkuð upp og niður á listanum í ár, byrjaði árið í 89.sæti, hefur lægst verið í 98. sæti og hæst í því 61.

Bandaríkin koma aftur inn á topp 20 með sigri í Gold Cup, en staða efstu 12 liðanna er hins vegar óbreytt.

Fréttatilkynning FIFA

Færeyingar, sem mæta Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum miðvikudaginn 14. ágúst, eru í 175. sæti listans.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög