Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna í EM milliriðli með Rúmenum, Írum og Spánverjum

Leikið í Rúmeníu um mánaðamótin september/október

15.8.2013

Dregið hefur verið í milliriðla fyrir EM U17 kvenna, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag, fimmtudag.  Ísland komst upp úr sínum undanriðli, sem fram fór í Moldavíu um mánaðamótin júlí/ágúst, og var því í pottinum í dag.

Milliriðlarnir eru alls sex talsins og komast sigurvegarar hvers riðils fyrir sig áfram í úrslitakeppnina, ásamt því lið sem er með bestan árangur í öðru sæti.  Úrslitakeppnin fer fram í Englandi 26. nóvember - 8. desember, og eru heimamenn áttunda liðið í úrslitakeppninni.

Ísland verður í milliriðli með Rúmeníu, Írlandi og Spáni og fer riðillinn fram í Rúmeníu um mánaðamótin september/október.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög