Landslið
Haukur Páll Sigurðsson

A karla - Haukur Páll í hópinn

Leikurinn á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00

9.9.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur bætt Hauki Páli Sigurðssyni, úr Val, inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Albaníu.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, á Laugardalsvelli og er í undankeppni HM.

Þeir Emil Hallfreðsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og bætist því Haukur Páll í hópinn.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög