Landslið
Island---Albania-2

Miðasala hafin á Ísland - Kýpur

Fólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma

12.9.2013

Framundan er æðisgengin barátta um annað sæti í riðli Íslands í undankeppni HM, sæti sem getur komið Íslandi í umspil fyrir HM í Brasilíu 2014.  Næstu mótherjar Íslands eru Kýpur en þeir koma á Laugardalsvöll, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni en liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins.

Stemningin var frábær á síðasta heimaleik og engin spurning að stuðningur áhorfenda hafði gríðarlega mikið að segja. Nú er að endurtaka leikinn enda hafa strákarnir harma að hefna eftir að hafa tapað gegn Kýpur ytra.

Uppselt var á síðasta heimaleik og ljóst að hraðar hendur þarf að hafa til að tryggja sér miða. Stuðningur ykkar skiptir gríðarlegu máli. Minnt er á forsöluafsláttinn sem er 500 krónur ef keypt er fyrir leikdag. Þá er 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri og reiknast sá afsláttur af fullu verði.  Einungis eru seldir miða á www.midi.is

Miðasala

Tryggjum okkur miða í tíma – Áfram Ísland!

Verðin eru eftirfarandi:

Hólf á Laugardalsvelli

 

Ísland - Kýpur 11. október kl. 18:45
Fullt verð - Leikdagur Forsöluverð
Rautt svæði 4.000 kr. 3.500 kr.
Blátt svæði 3.000 kr. 2.500 kr.
Grænt Svæði 2.000 kr. 1.500 kr.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög