Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 54. sæti

Fara upp um 16 sæti á nýjum styrkleikalista

12.9.2013

Karlalandsliðið fer upp um 16 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Íslenska liðið er nú í 54. sæti listans en Spánverjar tróna á toppi listans sem fyrr en Argentína fer upp í annað sætið á kostnað Þjóðverja.

Af andstæðingum Íslands í undankeppni HM er það að frétta að Sviss er í 14. sæti og Slóvenar í 29. sæti.  Norðmenn eru svo í 39. sæti, Albanir í 45. sæti og Kýpur er í 134. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA.

Styrkleikalisti FIFA


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög