Landslið
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss

Leikið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. september

17.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM 2015.  Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni sem og fyrsti leikurinn undir stjórn Freys sem landsliðsþjálfara.

Þjóðirnar hafa mæst fjórum sinnum áður og hafa allir þeir leikir verið vináttulandsleikir.  Ísland hefur unnið tvisvar sinnum, einu sinni hafa leikar farið jafnir og Sviss unnið í eitt skipti.  Markatalan eftir þessa fjóra leiki er hnífjöfn, 8 - 8.

Katrín Jónsdóttir er í hópnum og mun þarna kveðja íslenska áhorfendur eftir glæsilegan landsliðsferil sem telur nú 132 leiki með A landsliðinu.  Knattspyrnuáhugafólki gefst þarna kostur á að þakka henni fyrir hennar frábæra framlag til íslenskrar knattspyrnu.

En fyrst og fremst verður þarna um hörkuleik að ræða og dýrmætt að byrja nýja undankeppni vel á heimavelli.

Hópurinn

Riðill Íslands

Miðasala


Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög