Landslið
Island

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM - Miðasala hafin

Leikið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 26. september kl. 18:30

18.9.2013

Miðasala er hafin á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og einnig fyrst leikurinn undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar.

Það er mikilvægt að byrja nýja undankeppni á besta mögulegan máta og er stuðningur áhorfenda mikilvægur fyrir stelpurnar.

Miðaverði er stillt í hóf en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Fjölmennum og styðjum stelpurnar - Áfram Ísland!

Miðasala


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög