Landslið
Island

Frítt inn fyrir 16 ára og yngri á Ísland - Sviss

Félögin eru hvött til þess að koma þessu á framfæri við iðkendur sína

24.9.2013

KSÍ vill vekja athygli aðildarfélaga á því að frítt er inn fyrir 16 ára og yngri á landsleik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. september kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Félögin eru hvött til þess að koma þessu á framfæri við iðkendur sína.  Ekki þarf sérstaka miða fyrir börnin.

Þarna er gott tækifæri fyrir yngri iðkendur til að koma saman, fjölmenna á völlinn og styðja okkar stelpur í baráttunni sem framundan er.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi en aðeins kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna.  Miðasala fer í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög