Landslið
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum

Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma

26.9.2013

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en gestgjafarnir voru lagðir í fyrsta leiknum, 5 – 0 og sama markatala var upp á teningnum þegar Slóvakar voru lagðir.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er minnt á textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Bryndís Rut Haraldsdóttir

Hægri bakvörður: Eyrún Eiðsdóttir

Vinstri bakvörður: María Selma Haseta

Miðverðir: Guðrún Karitas Sigurðardóttir og Ingunn Haraldsdóttir

Tengiliðir: Hildur Antonsdóttir, fyrirliði og Andrea Rán Hauksdóttir

Hægri kantur: Svava Rós Guðmundsdóttir

Vinstri kantur: Sandra María Jessen

Sóknartengiliður: Elína Metta Jensen

Framherji: Telma Hjaltalín Þrastardóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög