Landslið
Byrjunarliðið gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Franskur sigur í síðasta leiknum

Íslenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlum EM

26.9.2013

Frakkar lögðu Íslendinga í lokaleik undankeppni EM en riðillinn var leikinn í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Frakka og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.  Fyrir leikinn höfðu báðar þjóðirnar tryggt sér sæti í milliriðlum.

Frakkar voru sterkari aðilinn allan tímann og komust yfir strax á 2. mínútu og bættu svo við marki 10 mínútum síðar.  Þriðja markið leit dagsins ljós á 28. mínútu og ljóst að róðurinn yrði þungur hjá íslenska liðinu.  Síðari hálfleikurinn var svo markalaus svo Frakkar fögnuðu sigri og efsta sæti í riðlinum.  Íslendingar enduðu svo í öðru sæti og Slóvakar í því þriðja, eftir sigur á Búlgaríu í dag.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög