Landslið
Tolfan

Magnaður stuðningur!

Áhorfendur áttu stóran þátt í góðum sigri Íslendinga

11.10.2013

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvelli í kvöld var einfaldlega magnaður og óhætt að segja að framlag þeirra hafi átt stóran þátt í góðum sigri.  Frá því að mætt var á völlinn létu áhorfendur svo sannarlega vel í sér heyra og hélt sá stuðningur áfram langt fram yfir leikslok.

Stuðningssveitin Tólfan gaf tóninn og aðrir á Laugardalsvelli fylgdu með svo eftir var tekið.  Þessi stuðningur er svo sannarlega vel þeginn og gríðarlega mikilvægur fyrir liðið.

Þetta var magnaður stuðningur!

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög