Landslið
U21-karla

U21 karla - Ísland mætir Frökkum í kvöld

Leikurinn hefst kl. 18:30 á Laugardalsvelli

14.10.2013

Íslendingar mæta Frökkum í kvöld, mánudaginn 14. október, í undankeppni EM og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli kl. 18:30.  Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða en þarna eigast við tvö lið sem hafa fullt hús stiga til þessa í undankeppninni.

Strákarnir þurfa svo sannarlega á góðum stuðning að halda í þessu stóra verkefni en franska liðið er talið eitt það mest spennandi í Evrópu í dag.  Íslenska liðið er hinsvegar reiðubúið að selja sig dýrt og með góðum stuðningi er allt hægt á Laugardalsvellinum.

Miðasala er í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is en einnig er hægt að kaupa miða á Laugardalsvelli frá kl. 17:00.  Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Mætum á völlinn - Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög