Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 46. sæti á FIFA-listanum

Hefur klifrað í 131. sæti í það 46. á einu og hálfu ári

17.10.2013

Ísland er í 46. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið og fer upp um 8 sæti milli mánaða.  Hæst hefur íslenska liðið ná í 37. sæti, en það var í september 1994 og í sama mánuði ári síðar.  Lægsta staða Íslands á listanum var 131. sæti í apríl 2012, þannig að á einu og hálfu ári hefur klifið verið ansi hratt.

Spánverjar skipa sem fyrr efsta sæti listans og Svisslendingar, sem voru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014, eru komnir inn á topp 10.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög