Landslið
HM 2014 í Brasilíu

Króatar mótherjar í umspilinu

Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 15. nóvember

21.10.2013

Rétt í þessu var dregið í umspili fyrir HM 2014 og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum FIFA.  Ísland mætir Króatíu og fer fyrri leikurinn fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 15. nóvember.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra, þriðjudaginn 19. nóvember. 

Við höfum leikið tvo leiki gegn Króatíu og fóru þeir báðir fram árið 2005.  Króatar höfðu betur í báðum þessum leikjum, 4 – 0 ytra og 3 – 1 á Laugardalsvelli.

Aðrir leikir í umspilinu eru:

  • Portúgal - Svíþjóð
  • Úkraína - Frakkland
  • Grikkland - Rúmenía

Miðasala á leikinn er ekki hafin en nánari upplýsingar um hana verða birtar hér á síðunni þegar þær liggja fyrir.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög