Landslið

A kvenna – Hópurinn sem mætir Serbíu 31. október

Leikið ytra fimmtudaginn 31. október

22.10.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi.  Leikið verður ytra, á FK Obilic Stadium í Belgrad. 

Þetta er annar leikur Íslands í þessari undankeppni en áður Sviss hafði betur gegn okkur Íslendingum á Laugardalsvelli, 0 – 2.  Serbar hafa einnig leikið einn leik í keppninni til þessa en þeir töpuðu gegn Sviss á útivelli, 9 – 0.

Ísland og Serbía hafa mæst fjórum sinnum áður hjá A landsliði kvenna og hafa Íslendingar haft betur í öllum þeim viðureignum.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög