Landslið
Frá höfuðstöðvum FIFA
Mynd 1 af 2
1 2

Miðasala á Ísland-Króatía hefst í fyrsta lagi um næstu helgi

Óbreytt miðaverð frá síðustu leikjum

22.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu hefst þegar leiktími hefur verið staðfestur, fjöldi miða til mótherja hefur verið staðfestur og ljóst er að miðasölukerfi geti tekið við miklu álagi.

Miðasalan fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Í samráði við forsvarsmenn midi.is og samkvæmt ráðleggingum þeirra var ákveðið að setja miðasöluna ekki í gang á sama tíma og miðasala á aðra stórviðburði er í fullum gangi, einfaldlega til að tryggja að miðasölukerfið standist álagið sem óumflýjanlega verður á því.

Af ofangreindum ástæðum getur miðasala ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi og verða frekari upplýsingar settar á síðuna þegar þær liggja fyrir.

Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Að venju verður forsöluafsláttur og 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri og reiknast það af fullu verði. Einungis verður hægt að kaupa miða hjá http://www.midi.is/

Verðin eru eftirfarandi:

Fullt verð - Leikdagur Forsöluverð
Rautt svæði 4.000 kr. 3.500 kr.
Blátt svæði 3.000 kr. 2.500 kr.
Grænt svæði 2.000 kr. 1.500 kr.

Hólf á Laugardalsvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög