Landslið
Island-tolfan

Miðasala á Ísland-Króatía hefst á þriðjudag

Sérstök athygli vakin á skilmálum miðakaupa

28.10.2013

Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2014 hefst á þriðjudag og fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Að venju verður forsöluafsláttur og 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri og reiknast það af fullu verði. Einungis verður hægt að kaupa miða hjá http://www.midi.is/.  Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á þennan leik er gríðarleg og því er rétt að hafa hraðar hendur, þar sem mun færri komast að en vilja. 

Stemningin var frábær á síðastu heimaleikjum og engin spurning að stuðningur áhorfenda heufr haft gríðarlega mikið að segja. Nú er að endurtaka leikinn og gefa strákunum þann eldmóð sem til þarf til að ná góðum úrslitum.

Sérstök athygli er vakin á þeim skilmálum sem gilda um miðakaup í gegnum midi.is (http://midi.is/skilmalar).  KSÍ áskilur sér jafnframt fullan rétt til að bakfæra miðakaup ef um misnotkun er að ræða.


Fullt verð - Leikdagur Forsöluverð
Rautt svæði 4.000 kr. 3.500 kr.
Blátt svæði 3.000 kr. 2.500 kr.
Grænt svæði 2.000 kr. 1.500 kr.

Hólf á Laugardalsvelli


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög