Landslið
Boginn á Akureyri

61 stúlka á landshlutaæfingum á Norðurlandi

Leikmenn frá sjö félögum æfa um komandi helgi á KA-velli og í Boganum á Akureyri

30.10.2013

Um komandi helgi fara fram á Akureyri landshlutaæfingar fyrir stúlkur fæddar 1998-2001. Alls hefur 61 leikmaður verið boðaður á æfingarnar, sem fram fara á KA-velli og í Boganum.  Um tvo hópa leikmanna er að ræða - Leikmenn fæddir 1998 og 1999 æfa saman annars vegar, og hins vegar leikmenn fæddir 2000 og 2001.

Stúlkurnar koma frá sjö félögum - Hvöt á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki, Akureyrarfélögunum Þór og KA, Völsungi á Húsavík, frá Dalvík og loks frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar.

Dagskrá:

Laugardagur 2. nóvember  - KA völlur (gervigras úti)

kl 14:30 - 16:00  árgangar 1998 og 1999
kl 16:00 - 17:30  árgangar 2000 og 2001

Sunnudagur 3. nóvember - Boginn

kl 09:00 - 10:30 árgangar 1998 og 1999
kl 10:30 - 12:00 árgangar 2000 og 2001


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög