Landslið
Margrét Lára Viðarsdóttir

A kvenna - Margrét Lára nýr fyrirliði

Leikið við Serba fimmtudaginn 31. október kl. 13:00 að íslenskum tíma

30.10.2013

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýr landsliðsfyrirliði en þetta tilkynnt landsliðsþjálfarinn, Freyr Alexandersson, á fundi með leikmönnum í gærkvöldi.  Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagt hefur landsliðskóna á hilluna.  Viðtal við nýjan fyrirliða má sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan en þar er einnig hægt að finna viðtöl við Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur frá því á æfingunni í dag.  Tengillinn vísar á Youtube síðu KSÍ og þar er að finna fleiri viðtöl frá Serbíu. 

Æft var á keppnisvellinum, FK Obilic Stadium, í dag en sá völlur tekur um 4.600 manns í sæti.  Völlurinn sjálfur er í þokkalegu standi, var ansi harður á æfingunni í dag en til stendur að vökva hann fyrir leik sem ætti að hjálpa til.  Allir leikmenn hópsins tóku þátt á fullu á æfingunni og er staðan á hópnum góð, engin meiðsli eða veikindi að plaga leikmenn.

Leikurinn sjálfur hefst svo á morgun, fimmtudag, kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Nokkuð óvenjulegur leiktími en ekki eru flóðljós á vellinum og hér í Belgrad dimmir hratt og fljótt en myrkur skellur á rétt fyrir kl. 17:00.

Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ en einnig er textalýsing á heimasíðu UEFA.

Youtube síða KSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög