Landslið

Leikmenn landsliðsins árita veggspjöld í Kórnum

KSÍ býður alla velkomna í Kórinn til að hitta landsliðið og fá eiginhandaráritun leikmanna. Vegna æfinga liðsins verður aðeins um þennan tíma að ræða.

12.11.2013

Það hefur ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið leikur mikilvægan leik við Króata á föstudaginn. Í tilefni af því ætla leikmenn íslenska landsliðsins að árita veggspjöld í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi í dag (miðvikudag) frá klukkan 17:00 - 17:30. 

Landsliðið verður í anddyri Kórsins og munu leikmenn árita fyrir þá sem mæta á staðinn. KSÍ býður alla velkomna í Kórinn til að hitta landsliðið og fá eiginhandaráritun leikmanna. Vegna æfinga liðsins verður aðeins um þennan tíma að ræða.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög