Landslið

A karla – Vináttulandsleikur gegn Svíum 21. janúar

Leikið verður í Abu Dhabi

18.12.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 21. janúar næstkomandi.  Leikið verður í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, í höfuðborginni Abu Dhabi.

Ekki er um alþjóðlegan landsleikjadag að ræða og mun því landsliðshópurinn væntanlega verða að mestu samansettur af leikmönnum sem leika hér á landi og á Norðurlöndunum.

Íslendingar og Svíar hafa mæst 15 sinnum hjá A landsliðum karla og hafa Svíar haft betur í ellefu skipti, tvisvar hafa þjóðirnar skilið jafnar og tvisvar hafa Íslendingar farið með sigur af hólmi.  Síðast mættust þjóðirnar í vináttulandsleik á Gamla Ullevi í maí 2012 og þá höfðu heimamenn betur, 3 – 2.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög