Landslið
uefa-logo-biglandscape

Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í febrúar

Í úrslitakeppninni 2016 verða í fyrsta sinn 24 lið

6.1.2014

Dregið verður í riðla í undankeppni EM 2016 þann 23. febrúar næstkomandi.  Drátturinn fer fram í Acropolis Congress Center í Nice í Frakklandi, en úrslitakeppnin fer sem kunnugt er fram þar í landi.  Viðstaddir dráttinn fyrir hönd Íslands verða þjálfarar íslenska liðsins og aðrir fulltrúar KSÍ. 

Í úrslitakeppninni 2016 verða í fyrsta sinn 24 lið, fleiri en nokkru sinni áður, en þetta er í 15. sinn sem keppt er um Evrópumeistaratitil landsliða. Gestgjafarnir þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni, en hinar 53 þjóðirnar verða í pottinum þegar dregið verður í átta riðla með 6 liðum og einn með 5 liðum. 

Ísland er í 5. styrkleikaflokki af sex.  Efstu tvö lið hvers riðils fara beint í úrslitakeppnina ásamt liðinu með bestan árangur í 3. sæti, og hin 8 liðin sem hafna í 3. sætum sinna riðla leika í umspili.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög