Landslið
Merki_Wales

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales 5. mars

Sjöunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast

6.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Wales hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Wales, 5. mars næstkomandi en það er alþjóðlegur leikdagur. Þetta verður sjöunda viðureign þjóðanna hjá A landsliðum karla. 

Íslendingar hafa einu sinni haft sigur, 1 - 0 árið 1984 á Laugardalsvelli.  Einu sinni hafa þjóðirnar skilið jafnar, 2 - 2 árið 1981 ytra, en Wales hefur fjórum sinnum haft betur, síðast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli árið 2008.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög