Landslið
Tölfræðiupplýsingar af vef KSÍ

Leikir og mörk liðs í mótum á tilteknu tímabili

Hægt að sjá yfirlit yfir leikmenn, þátttöku þeirra og atburði í leikjum

6.1.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv.

Smellt er á Leikir / Mörk liðs undir Mótamál í valmyndinni hér til vinstri.  Þar er leit síðan afmörkuð á viðeigandi hátt.  Athugið að í flettistikunni "Félag" koma fyrst félagslið og svo landslið, þannig að ef menn vilja skoða leiki landsliða Íslands þurfa menn að fletta niður fyrir félagsliðin.

Sem dæmi má nefna að á þessari síðu er hægt að sjá yfirlit yfir A landslið karla og sjá að alls voru 33 leikmenn á leikskýrslum í landsleikjum ársins hjá A landsliði karla, þó ekki hafi allir komið við sögu í leikjunum.

Tölfræðiupplýsingar af vef KSÍ


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög