Landslið
Merki austurríska knattspyrnusambandsins

A karla - Vináttulandsleikur gegn Austurríki

Leikið ytra 30. maí næstkomandi

8.1.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Austurríkis hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 30. maí næstkomandi.  Leikið verður í Austurríki en þetta er í þriðja skiptið sem karlalandslið þessara þjóða mætast.

Fyrri tveir landsleikirnir fóru báðir fram árið 1989 en þjóðirnar léku þá saman í riðli í undankeppni HM 1990.  Markalaust jafntefli varð á Laugardalsvelli en heimamenn höfðu betur, 2 – 1, þegar leikið var í ytra.  Austurríki er í 46. sæti á styrkleikalista FIFA sem stendur en Ísland í 49. sæti. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög