Landslið
Blaðamannafundur í Abu Dhabi

A karla - Vel fer um karlalandsliðið í Abu Dhabi

Leikið við Svía á þriðjudag

20.1.2014

Framundan er vináttulandsleikur Íslands og Svíþjóðar hjá A landsliði karla en leikið verður í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Liðið kom til Abu Dhabi á laugardagskvöld eftir langt ferðalag en vel fer um hópinn ytra.  Æfingaaðstaðan er mjög góð og í dag var blaðamannafundur á hóteli íslenska liðsins sem var vel sóttur af sænskum fjölmiðlamönnum.

Hægt er að fylgjast með fréttum af liðinu og sjá myndir á Facebooksíðu KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög