Landslið

Barnaspítali Hringsins fékk afhentar 400.000 krónur

Uppskera góðgerðaleiks landsliðskvenna í knattspyrnu og handknattleik

23.1.2014

Landsliðskonur úr knattspyrnu og handknattleik afhentu í dag Barnaspítala Hringsins veglegan styrk eða 400.000 krónur sem söfnuðust í góðgerðarleik sem liðin léku milli jóla og nýárs. Keppt var báðum greinunum en vel var mætt á viðburðinn sem tókst framar vonum.

Forsvarsmenn Barnaspítala Hringsins afhentu landsliðskonum við þetta tækifæri þakkarskjal frá spítalanum og höfðu á orði að peningarnir myndu nýtast Barnaspítalanum vel.

Það voru landsliðskonurnar í knattspyrnu, Margrét Lára Viðarsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Elín Metta Jensen og Rakel Hönnudóttir og Guðný Jenna Ásmundsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, landsliðskonur í handknattleik sem afhentu styrkinn í dag.

Meðfylgjandi er mynd af þeim ásamt starfsfólki Barnaspítala Hringsins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög