Landslið
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Vináttulandsleikir hjá U17 og U19 karla á árinu

Fjórir leikir í Kórnum í febrúar og mars

28.1.2014

Búið er að staðfesta sex vináttulandsleiki hjá U17 og U19 karla á þessu ári og þar af verða fjórir þeirra leiknir í Kórnum í febrúar og mars. 

Strákarnir í U17 karla (1997 árgangur) mun mæta Norðmönnum í tveimur leikjum, 28. febrúar og 2. mars, sem fram fara í Kórnum.  Strákarnir í U19 (árgangur 1995) munu svo fylgja í kjölfarið og leika tvo leiki við Svía í Kórnum, 4. og 6. mars.  Loks mun U19 karla (árgangur 1996) leika tvo vináttulandsleiki gegn Norður Írum, 3. og 5. september og verða þeir leikir leiknir ytra.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög