Landslið
Chris Coleman - Mynd frá FAW

Bale í landsliðshópi Wales gegn Íslandi

Chris Coleman landsliðsþjálfari tilkynnir 23 manna hóp og 12 leikmenn til vara

24.2.2014

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn við Íslendinga, sem fram fer í Cardiff þann 5. mars næstkomandi.  Coleman tilkynnir 23 manna hóp og tilkynnir jafnframt 12 leikmenn utan hóps til vara.  

Þekktasti leikmaðurinn í welska hópnum er án vafa Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, en hann er jafnframt eini leikmaðurinn sem er á mála hjá félagsliði utan Bretlandseyja.


Leikið verður á heimavelli Cardiff City FC.  Leikvangurinn heitir einfaldlega Cardiff City Stadium, var opnaður árið 2009 og tekur 26.828 manns í sæti.  

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög