Landslið
U17 landslið karla

U17 karla - Norskur sigur í fyrri vináttulandsleiknum

Liðin mætast aftur í Kórnum á sunnudaginn

28.2.2014

Strákarnir í U17 töpuðu í dag fyrri vináttulandsleik sínum gegn Norðmönnum en liðin mættust í Kórnum.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn sem leiddu 0 - 1 í leikhléi.

Leikurinn var í jafnvægi framan af en gestirnir náðu forystunni á 38. mínútu og leiddu því þegar flautað var til leikhlés.  Þeir bættu svo við marki úr vítaspynu á 59. mínútu en Sólon Breki Leifsson minnkaði muninn fyrir íslenska liðið á 69. mínútu, þá nýkominn inn á sem varamaður.  Norska liðið átti hættulegri færi í leiknum, t.a.m skot í stöng og þverslá og fögnuðu að lokum góðum sigri.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn og fer sá leikur einnig fram í Kórnum og hefst kl. 11:00.  Vel var mætt á leikinn í dag og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að mæta og kíkja á strákana.

Leikskýrsla


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög